• Fylgjum eftir áætlun um samræmda sorpflokkun og  grenndargáma og vinnum áfram af festu gegn plastmengun í bæjarfélaginu.
  • Starfsemi félagsmiðstöðva verði efld, bæði fyrir börn og ungmenni.
  • Skipulag leikskóladags barna verði rýnt í samráði við stjórnendur leikskóla með það að markmiði að auka sveigjanleika í mönnun.
  • Vinnum að aukinni virkni og atvinnutækifærum fyrir fatlað fólk, meðal annars til að sporna gegn félagslegri einangrun.
  • Félagslegum  íbúðum í eigu bæjarins verði fjölgað eða fleiri íbúðum ráðstafað til framleigu í félagslegum tilgangi.
  • Innleiðum sveigjanleika í skráningu á viðveru barna í leikskólum.
  • Tryggjum fjölbreytt og hollt fæði í skólum bæjarins m.a. með grænmetis- og ávaxtastund.
  • Ljúkum  endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð á árinu.
  • Aukum fjölbreytni í heimaþjónustu, horfum til einstaklingsmiðaðra úrlausna og fjölbreyttra þjónustuvalkosta.
  • Aðstaða fyrir ungt fólk þróuð með Ungmennahúsi.
  • Áframhaldandi uppbygging á aðstöðu golfklúbbanna sem sinna mikilvægu ungmennastarfi í bænum.
  • Eflum þróunarsjóð leikskóla sem hvetur til og styður við skólaþróun og nýbreytni í starfi.
  • Eflum lýðræðislega þátttöku nemenda í samræmi við verkefnið barnvænt sveitarfélag.
  • Fjölgum ærslabelgjum í bænum.
  • Aukin tíðni sorphirðu um hátíðar.
  • Styrkir veittir eldri borgurum til að styðja við heilsueflingu þeirra.
  • Almenningsíþróttir efldar með uppbyggingu skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
  • Umbreyta hreinsunarátaki bæjarins og auka áherslu á virka þátttöku bæjarbúa í hreinsun á sínu nærumhverfi.
  • Horfum til fjölbreyttra kennsluhátta sem innihalda t.d. hreyfingu, útikennslu, vendikennslu, tæknivædda nálgun o.fl.
  • Fjölgum hleðslustöðvum í Garðabæ.
  • Styrkjum fráveituna í nýjum og eldri hverfum, hugum sérstaklega að strandlengjunni á Álftanesi í þessu sambandi.
  • Eflum varnir og mælingar gegn hvers kyns mengun hvort sem er í lofti, á láði eða legi.
  • Tryggjum snemmbæran stuðning við nemendur sem þurfa aukinn sértækan stuðning.
  • Áhersla verði lögð á regluleg útboð á þjónustukaupum og kaupum á rekstrarvörum.
  • Tryggjum öryggi barna á leið í og úr skóla og á skólalóðum.
  • Innleiðingu verkefnisins barnvænt samfélag verði lokið.
  • Skoðað verði að koma á embætti umboðsmanns barna í Garðabæ.
  • Ungmennaþing verði haldið að lágmarki annað hvert ár.
  • Fjölgum hreystitækjum í bænum.
  • Þróa í samvinnu við sérhæfða aðila og fyrirtækin í bænum víðtækara virkniúrræði fyrir einstaklinga sem eru án atvinnu og/eða eru á fjárhagsaðstoð í samvinnu við sérhæfða aðila og fyrirtækin í bænum.
  • Styðjum vel við Hönnunarsafnið og bókasafn Garðabæjar.
  • Eflum bæjargarðinn enn frekar sem mannlífsmiðju og áningarstað.
  • Byggjum gönguleiðina í kringum Vífilstaðavatn upp þannig að hún standist aukið álag.
  • Byggja áfram upp göngustígakerfi á Álftanesi.
  • Lækkum kostnað við frístundabílinn.
  • Tryggjum sveigjanleika í skólastarfi þannig að bráðgerum börnum sem og þeim sem glíma við námsörðugleika sé mætt út frá þeirra eigin færni og  stöðu.
  • Útfærum náttúrulegan göngstíg í Gálgahrauni sem tengir byggð og sjávarsíðu.
  • Kortavefur Garðabæjar verði uppfærður þannig að hagnýtar upplýsingar um ýmsa þjónustu, s.s. sorplosun, götusópun og framkvæmdir, verði aðgengilegri.
  • Vinnum að fegrun hringtorga í bænum.
  • Vinnum markvisst að því draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
  • Lengjum opnunartíma í sundlaugum bæjarins.
  • Viðbrögð við einelti og úrvinnsla eineltismála efld og samræmd með áherslu á virkan stuðning við gerendur og þolendur.
  • Aukin áhersla verði lögð á geðheilsu og vellíðan í skólastarfi og virkniúrræði í félagsþjónustu.
  • Stuðlum að orkuskiptum m.a. við endurnýjun og ný innkaup á bílum og tækjum sveitarfélagsins.
  • Almenningsíþróttir efldar með bættri aðstöðu fyrir sjósport.
  • Hvatapeningar þróaðir áfram, innleiddar verði hærri greiðslur fyrir tekjulágar fjölskyldur og sem hafa fleiri en eitt barn á framfæri.
  • Fjölgum og bætum öryggi við hjólageymslur í bænum.
  • Samstarf milli skóla, skólastiga sem og við fræða- og háskólasamfélagið verði eflt enn frekar.
  • Sköpum góðan grunn fyrir öflugt samfélag eldra fólks með heilsutengdum forvörnum og heilsueflingu, samverustundum, smíðum, listsköpun og menningarstarfi.
  • Bókhald bæjarins verði opnað aftur og uppfylli ströngustu kröfur persónuverndar.
  • Aðkomutákn Garðabæjar verði sett upp á fleiri stöðum við bæjarmörk.
  • Eflum samstarf Tónlistarskóla Garðabæjar við annað menningarstarf í bænum.
  • Skipuleggjum lítil sérbýli fyrir eldri borgara við Hleinar.
  • Vegtenging Álftanesvegar og Garðavegar verði lagfærð.
  • Skoðum nýja tengingu að verslunarhverfinu í Kauptúni í samráði við Vegagerðina og eiganda Setbergslands með það markmið að létta á tengingu að Urriðaholti.
  • Styttum biðlista í tónlistarnám.
  • Fjölgum strætóskýlum.
  • Sköpum ánægjulega upplifun á Garðatorgi sem tengist árstíðum.
  • Vinnum áfram að uppbyggingu góðra reiðleiða í samvinnu við hestamennafélögin.
  • Hvatapeningar þróaðir áfram, innleiddar verði hærri greiðslur fyrir tekjulágar fjölskyldur og sem hafa fleiri en eitt barn á framfæri.
  • Höldum áfram með gerð útivistarstíga í Heiðmörk.
  • Allir nemendur hafi við lok náms fengið þjálfun í færniþáttum 21. aldarinnar í gegnum fjölbreytta kennsluhætti og þróunarverkefni.
  • Höldum áfram að veita stofnframlög til byggingar hagkvæmra leiguíbúða í bænum í  samvinnu við leigufélög.
  • Stuðlum með heilsueflandi aðgerðum að auknum lífsgæðum eldri borgara og vinnum gegn einmanaleika fólks á efri árum sem þarfnast félagslegra tenginga.
  • Tengjum útivistarstíga í Heiðmörk við útilífsmiðstöð skáta við Grunnuvötn í samræmi við skipulag.
  • Setjum upp gosbrunn í Garðabæ.  
  • Finnum Vífilsstöðum nýtt hlutverk til lengri tíma í samvinnu við ríkið.
  • Hefjum undirbúning að mannlífsmiðstöð skáta á Álftanesi.
  • Setjum upp skautasvell í bænum á fyrri hluta kjörtímabilsins.
  • Eflum fræðslu um mannréttindi og hvers kyns fordóma fyrir nemendur, starfsfólk bæjarins og aðra sem koma að starfsemi barna- og ungmenna.
  • Eflum móttöku og fræðslu fyrir nýja starfsmenn í leikskólum.
  • Bætum aðgengi fyrir fötluð börn að opnum svæðum og fjölgum leiktækjum sem hentar þeim.
  • Almenningsíþróttir efldar með gönguskíðabraut í Heiðmörk.
  • Aukið framboð á fjölbreyttu og öflugu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir alla Garðbæinga verði tryggt í gegnum samstarf og samninga við frjáls félög.
  • Bætum þjónustu frístundabílsins.
  • Bætum umferðaröryggi á Vífilsstaðavegi við Sjálandshverfið.
  • Hringtorg í bænum verði nefnd eftir forsetum lýðveldisins.
  • Setjum meiri áherslu á snjómokstur þegar aðstæður krefjast.
  • Bætum upplýsingagjöf um snjómokstur í Garðabæ.
  • Stillum að minnsta kosti eina af klukkunum í turninum á Garðatorgi rétt.
Samþykkja vefkökur