Greinar

Við efnum fyrirheit í þágu íbúa

Almar Guðmundsson og Björg Fenger

Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ hefur verið kynnt þar sem viðleggjum fram 20 tillögur til móts við nýja tíma og 80 áherslur að auki. Börn í leik- og grunnskólum bæjarins eða bæjarbúar sem vilja njóta sín innan um ósnortna náttúru, í öflugu félagsstarfi eða iðandi mannlífi munu njóta góðs af tillögum okkar. Við hugum einnig að áframhaldandi uppbyggingu aðstöðu, bættum samgöngum, stuðningi við þá sem hann þurfa og heilsueflingu íbúa.

Lesa meira

Garðabær fyrir unga fólkið

Margrét Bjarnadóttir og Hrannar Bragi Eyjólfsson

‍Garðabær hefur frá upphafi verið skipulagður með fjölskyldur og börn í huga. Börnin valsa örugg um bæinn, hjólaum stíga eða sparka bolta á undan sér. Þau ganga í framúrskarandi leik- og grunnskóla og hafa fjölbreytt val um íþróttir og tómstundir á vegum frjálsufélaganna í bænum.

Lesa meira

Frábært Garðatorg – ,,Eins og í Garðabæ“

Sigríður Hulda Jónsdóttir og Guðfinnur Sigurvinsson

Uppbygging nýja Garðatorgs gekk vel og gefur góða von um framhaldið. Glæsileg verslun og þjónusta er á torginu og við sjáum það á þétt skipuðum bílastæðum að viðskiptavinirnir fylgja á eftir. Eldri hluti Garðatorgs hrópar nú á endurgerð og þar eru gríðarlega spennandi möguleikar í stöðunni.

Lesa meira

Framsækni felst í að efna fyrirheit

Björg Fenger og Gunnar Valur Gíslason

Við sjálfstæðisfólk þökkum Garðbæingum kærlega fyrir það traust sem okkur hefur verið sýnt í gegnum árin við stjórn bæjarins. Við höfum haft skýran metnað til að endurgjalda það traust með því að standa við gefið fyrirheit og vinna af kappi og ábyrgð í þágu bæjarbúa.Fyrir komandi kosningar leggjum við svo fram ný fyrirheit og þau ætlum við líka að efna. Það er sá tónn sem við, kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, munum ávallt slá. Traust snýst um að efna fyrirheit.

Lesa meira

Aukin samvinna við frjáls félög skilar öflugra frístundastarfi

Almar Guðmundsson og Stella Stefánsdóttir

Samvinna Garðabæjar við frjáls félög hefur verið einstaklega farsæl og við þurfum að halda áfram að þróa hana til heilla fyrir samfélagið okkar. Við viljum setja sérstaklega á oddinn aukna samvinnu við félögin á sviði frístundarstarfs barna. Það má m.a. gera með því að félögin taki virkari þátt í tómstundastarfi barna með þjónustu utan skólatíma og með því að flétta barnastarfið betur inn í hefðbundið skólastarf.

Lesa meira

Í þjónustu fyrir Garða­bæ

Björg Fenger

Við teljum mikilvægt að viðhalda þeim fjárhagslega stöðugleika sem hefur verið byggður upp í bænum síðustu áratugi undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkur stöðugleiki er grundvöllur þess að hægt sé að veita góða þjónustu. Við höfum jafnframt skýra framtíðarsýn og viljum halda áfram að nútímavæða þjónustu sveitarfélagsins, meðal annars með stafrænum lausnum.

Lesa meira

Garða­bær í sterkri stöðu

Almar Guðmundsson

Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur fagnað góðu gengi um langt skeið. Fyrir það við erum við afar þakklát og tökum stuðningi bæjarbúa aldrei sem gefnum hlut. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 62% atkvæða sem er talsvert umfram fylgi flokksins á landsvísu og hér í kjördæminu. Það sýnir að bæjarbúar kunna vel að meta okkar áherslur og ef þið viljið halda í þær biðjum við enn á ný um ykkar stuðning.

Lesa meira

Nýsköpun í tónlistarstarfi í Garðabæ

Gunnar Valur Gíslason

ið vitum að mikill tónlistaráhugi er meðal ungs fólks í Garðabæ og við eigum fjöldann allan af ungu tónlistarfólki í bænum sem vill læra meira. Við eigum líka margt öflugt fullorðið tónlistarfólk á hæsta gæðastigi, meðal annars hljóðfæraleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Við Lyngásinn er svo eitt flottasta upptökustúdíó landsins í eigu Of Monsters and Men. Þetta allt þurfum við að nýta okkur vel með samtali og aukinni samvinnu.

Lesa meira

Ný menntastefna Garðabæjar byggir á farsæld og framsækni

Sigríður Hulda Jónsdóttir, Kristjana Sigursteinsdóttir & Eiríkur Þorbjörnsson

Skólasamfélagið í Garðabæ byggir á þeirri hugmyndafræði að farsæld sé grundvöllur framsækni. Áhersla er lögð á heilbrigða sjálfsmynd, jákvæða hugsun og farsæl samskipti meðal barna og ungmenna. Börn fái tækifæri til sjálfsþekkingar og sjálfstæðis svo þau fái notið sín sem einstaklingar. Garðabær vill byggja upp lærdómssamfélag í fremstu röð, þar sem framsækni og þróun, vellíðan, þroski, hæfni og árangur nemenda er leiðarljósið. Boðið verði upp á fjölbreytta þjónustu við fjölskyldur frá fæðingarorlofi og þar til skólaskyldu lýkur.

Lesa meira

Efling leikskólastigsins í Garðabæ

Almar Guðmundsson og Sigríður Hulda Jónsdóttir

Á bæjarstjórnarfundi s.l. fimmtudag lögðu Almar Guðmundsson og Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, fram tillögu um eflingu leikskólastigsins í Garðabæ. Tillagan var samþykkt en hún felur í sér að veita 25 milljóna króna framlagi til fræðslu- og menningarsviðs til eflingar leikskólastigsins með áherslu á að mæta mönnunarvanda leikskólanna. Í grein sem birtist í Garðapóstinum í gær fjalla þau um áskoranir sem leikskólastigið er að glíma við og hvernig Garðabær hefur reynt að koma til móts við starfsfólk leikskóla.

Lesa meira

Öruggt og eftirsóknarvert að eldast í Garðabæ

Sigríður Hulda Jónsdóttir

Aldraðir eru breiður hópur fólks með ólíkar þarfir, bæði einstaklingar með fulla færni og aðrir sem þurfa aðstoð, mismikla vegna sjúkdóma eða fötlunar. Markmiðið er að allir sem það kjósa geti búið sem lengst heima, verið sjálfstæðir í lífi og starfi með þá aðstoð sem þeir þurfa, hvort sem búið er í eigin húsnæði eða í einhvers konar þjónustuúrræði. Með mannvirðingu og mannréttindi að leiðarljósi er mikilvægt að mæta fólki þar sem það er statt hverju sinni á lífsleiðinni og að allir finni að þeir skipta máli.

Lesa meira

Gott samfélag byggir á skipulagi sem hugar að velsæld íbúa og lífsgæðum í nærumhverfinu

Stella Stefánsdóttir

Við skipulag þarf að huga að því hvernig byggð og umhverfi geta stuðlað að virkum lífstíl og hvatt íbúa til hreyfingar. Það eru mikil lífsgæði að búa í nánd við náttúruna. Ég vil halda þeirri meginstefnu að flestir íbúar í Garðabæ búi innan seilingar við náttúruna þ.e. hafið, hraunið, vötn, læki, tjarnir eða Heiðmörkina. Ég tel mikilvægt að vinna að umbótum í nærumhverfinu í samvinnu við íbúa, sérstaklega börn, eldri íbúa og fólk með fatlanir til að bæta aðstæður til að rækta lýðheilsu og halda virkni.

Lesa meira

Uppbygging innviða

Inga Rós Reynisdóttir

Innviðir eru allskonar má þar nefna innspýtingu í stafræna þróun, við getum sparað háar fjárhæðir til framtíðar með því að fjárfesta í stafrænum innviðum, íbúar fá betri yfirsýn og með góðum stafrænum lausnum upplifa notendur oftast betri upplýsingagjöf og meira gagnsæi. Með framúrskarandi upplýsingagjöf stillum við betur væntingar íbúa og þeir líklegri til að vera ánægðari. Væri ekki frábærtað sjá klukkan hvað snjómokstur er áætlaður í þinni götu, uppfært í rauntíma þegar snjómokstri er lokið? Við þurfum einnig að segja íbúum betur frá öllu því frábæra starfi sem gert er í Garðabæ. Stafrænar lausnir henta þó ekki alltaf og því kann ég vel við orðið snjallar lausnir, því ef við miðum alltaf að því að velja snjöllustu lausnina í hverju máli þá tel ég að við verðum snjallasta bæjarfélagið. 

Lesa meira

Við eigum erindi í Garðabæ

Guðfinnur Sigurvinsson

Áframhaldandi uppbygging Garðatorgs er mitt hjartans mál. Við höfum séð hvernig torgið er tilvalið til mannamóta á sumrin, aðventu og þegar sýnt er beint frá stórum kappleikjum. Nú er brýnt að taka eldri hluta torgsins í gegn og þar eru mjög spennandi valmöguleikar að teiknast upp. Mig dreymir líka um að Vífilsstaðir fái verðugt framtíðarhlutverk og staðurinn endurheimti fyrri reisn. Fjósið við Vífilsstaði leynir á sér og það er minnst einnar messu virði að kanna áhuga ríkisins, sem á Vífilsstaði og læknisbústaðinn gamla, að byggja þar upp t.d. lifandi miðstöð lista- og menningarlífs sem styður vel við nýja byggð í Hnoðraholti og Vetrarmýri ásamt því að njóta nálægðar við Vífilsstaðavatn sem er gönguparadís.

Lesa meira

Garðabær fyrir alla

Margrét Bjarnadóttir

Margir sem alist hafa upp í Garðabæ fjárfesta í sinni fyrstu fasteign utan bæjarins, en ætla að koma aftur með tíð og tíma. Hins vegar er óvíst hvort af því verði þegar börn þeirra eru komin í skóla- og íþróttastarf í öðrum bæjarfélögum. Bærinn þarf að nýta það fjölbreytta byggingarland sem við erum víða öfunduð af til að auka áfram framboð. Við eigum spennandi tækifæri í Hnoðraholti og fyrirhugaðri uppbyggingu Garðaholts, en í öllu skipulagi verður að tryggja byggingu íbúða þar sem ungt fjölskyldufólk getur fest rætur.

Lesa meira

Þjónusta við fjölskyldur er mér hjartans mál

Stella Stefánsdóttir

Þjónusta við fjölskyldur á að vera í forgangi. Fólk reiðir sig á heilstæða góða þjónustu leik- og grunnskóla, frístundaheimila og frístundabíls. Samþætting skóla og frístunda skiptir máli. Áreiðanleiki þjónustu er lykilatriði og hún þarf að vera aðgengileg, einföld og skilvirk. Það þarf að leggja kapp á að 1 árs börn komist inn á leikskóla nálægt heimili og að systkini hafi forgang í sama leikskóla. Tryggja þarf framsýni og fyrirsjáanleika við uppbyggingu og aðlögun grunnþjónustu í nýjum og vaxandi hverfum.

Lesa meira

Skólasamfélagið í Garðabæ

Sigrún Antonsdóttir

Mér er oft hugleikið hvað lætur börnum og ungmennum líða vel í skólanum og hvernig við eflum áhugahvöt þeirra til að vilja standa sig og hafatrú á sjálfum sér. Það er vissulegar margir þættir sem hafa áhrif s.s. fjölskylduaðstæður, félagsleg staða, viðmót í skólakerfinu og margt fleira. Meginmarkmið skólastarfs er að stuðla að menntun, velferð, vellíðan og þroska allra nemenda, efla sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd.

Lesa meira

Hreyfing sem efnahagsaðgerð‍

Harpa Rós Gísladóttir

Það er mikilvægt að þeir aðilar sem gefa kost á sér til að leiða starf bæjarfélaganna skilji annars vegar hlutverk íþróttafélaganna í landinu en í leiðinni átti sig á mikilvægi þeirra til framtíðar þegar tekið er inn í myndina þær breytur varðandi hækkandi aldur sem ég nefndi hér að ofan. Til þess að geta tekið afgerandi stöðu með forvörnum og íþróttastarfi þá þarf að breyta hugsun um að það þurfi að styrkja félögin heldur frekar að hugsa um að þessi félög veiti ákveðna þjónustu sem við erum síðan sem samfélag sammála um að þurfi að vera til staðar og er líklegt að verði lykillinn til að takast á við áskoranir 21 aldarinnar því þegar dæmið er reiknað til enda er ljóst að efnahagsleg áhrif íþrótta eru stórlega vanmetin og þau munu koma til með að stóraukast til framtíðar.

Lesa meira

Saman að settu marki

Almar Guðmundsson

Í þjónustu við íbúa til framtíðar þurfum við að byggja á því sem er gott í okkar samfélagi. Með samvinnu félagasamtaka, íþróttafélaga og sveitarfélagsins verður hægt að gera Garðabæ að enn betri stað til að búa á. Sem langhlaupari veit ég að endamarkmiðið er ekki árangur dagsins í dag heldur þarf stöðugt að vinna að enn betri árangri. Það gerum við með metnaðarfullum markmiðum og samvinnu.

Lesa meira

Garðabær í fremstu röð

Björg Fenger

Þegar við hjónin völdum að flytja í Garðabæ með litlu strákana okkar tvo, horfðum við til þess að í Garðabæ hafði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem lögð var áhersla á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, góða skóla og traustan fjárhag. Frá því að ég varð bæjarfulltrúi hef ég haft þetta að leiðarljósi og unnið markvisst að því að byggja hér áfram upp samfélag sem er fjölskylduvænt og eftirsóknarvert fyrir einstaklinga á öllum aldri.

Lesa meira

Framúrskarandi skólabær

Sigríður Hulda Jónsdóttir

Framtíðin kallar á getu til að setja sig í spor annarra, greina og meta upplýsingar. Einnig er mikilvægt að átta sig á eigin áhuga og þörfum og geta slakað á í erli hversdagsins. Við endurskoðun menntastefnu bæjarins eru mótaðar áherslur sem miða að áframhaldandi framþróun og sérstöðu í skólamálum með nútímalegum kennsluháttum og ekki síst snemmtækri aðstoð.

Lesa meira
Samþykkja vefkökur