Greinar

Uppbygging innviða

Inga Rós Reynisdóttir

Inga Rós Reynisdóttir heiti ég 33. ára íbúi í Urriðaholtinu, þar bý ég með Arnari Dóra Ásgeirssyni og 4 börnum okkar á aldrinum 2-12 ára. Ég ólst upp og hef búið lengst af ævinni í Garðabænum, lauk stúdentsprófi frá FG og síðar Viðskiptafræði og meistaragráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá HR. Ég vann hjá Deloitte í áhætturáðgjöf í 5 ár þar sem innri endurskoðun og gerð staðfestingaskýrsla voru mín helstu sérsvið. Nú starfa ég sem viðskiptastjóri verslana og veitinga á Keflavíkurflugvelli.

 

Innviðir hverfa í uppbyggingu

Mikilvægt er að tryggja nýjum hverfum, sem byggð eru í Garðabænum viðunandi innviði áviðunandi uppbyggingartíma með þeim tekjum sem koma af sölu lóða. Ég legg ríka áherslu á að eftirlit bæjarins með íbúðaruppbyggingu sé eflt til að lágmarka galla í nýbyggingum.

Innviðir eru allskonar má þar nefna innspýtingu í stafræna þróun, við getum sparað háar fjárhæðir til framtíðar með því að fjárfesta í stafrænum innviðum, íbúar fá betri yfirsýn og með góðum stafrænum lausnum upplifa notendur oftast betri upplýsingagjöf og meira gagnsæi. Með framúrskarandi upplýsingagjöf stillum við betur væntingar íbúa og þeir líklegri til að vera ánægðari. Væri ekki frábærtað sjá klukkan hvað snjómokstur er áætlaður í þinni götu, uppfært í rauntíma þegar snjómokstri er lokið?

Við þurfum einnig að segja íbúum betur frá öllu því frábæra starfi sem gert er í Garðabæ. Stafrænar lausnir henta þó ekki alltaf og því kann ég vel við orðið snjallar lausnir, því ef við miðum alltaf að því að velja snjöllustu lausnina í hverju máli þá tel ég að við verðum snjallasta bæjarfélagið.

 

Tryggar samgöngur

Í Urriðaholtinu þarf að tryggja betri samgöngur út úr hverfinu og inn í aðra hluta Garðabæjar. Við viljum að allir komist heilir á leiðarenda, gangandi eðahjólandi út úr Urriðaholtinu. Frístundabíllinn er mér einnig ofarlega í huga en hann flytur ungviðin okkar staðanna á milli á vinnu og skólatíma. Öll umgjörð frístundabílsins þarf að vera framúrskarandi upplifun og tíðar ferðir fyrirbörnin okkar sem þurfa að komast í og úr tómstundum sínum.

 

Heilsugæsla í Garðabænum

Við þurfum að halda vel á spöðunum í ört stækkandi sveitarfélagi, heilsugæslumál eru mér hjartans mál, við þurfum aðra heilsugæslu því núverandi húsnæði erlöngu sprungið, getum við rutt veginn fyrir einkarekinni heilsugæslu íUrriðholtinu? Þegar hverfið er fullbyggt verður það um ¼ af íbúum Garðabæjar.

 

Inga Rós Reynisdóttir skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ

*Greinin var skrifuð í aðdraganda prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ

Aðrar greinar sem þú gætir haft áhuga á

Framsækni felst í að efna fyrirheit

Björg Fenger og Gunnar Valur Gíslason
Lesa

Uppbygging innviða

Inga Rós Reynisdóttir
Lesa

Garða­bær í sterkri stöðu

Almar Guðmundsson
Lesa

Efling leikskólastigsins í Garðabæ

Almar Guðmundsson og Sigríður Hulda Jónsdóttir
Lesa